Heimsóttu drenginn á sjúkrahúsið

Drengurinn dvaldi í fimm daga í holræsinu. Mynd úr safni.
Drengurinn dvaldi í fimm daga í holræsinu. Mynd úr safni. AFP

Feðginin sem fundu tæplega vikugamalt ungabarn í holræsi í Sydney í Ástralíu í gær heimsóttu drenginn á sjúkrahús í dag.

„Hann á ekki fjölskyldu svo við vildum reyna að gefa honum eins mikið og við getum, svo við vitum að hann eigi eitthvað,“ sagði Hayley Otte í samtali við CNN.

Móðir barnsins hefur verið ákærð fyrir tilraun til manndráps. Hún verður ekki látin laus gegn tryggingu og mun koma fyrir dóm á föstudaginn. Ástand barnsins er talið alvarlegt en stöðugt. 

Talið er að barninu hafi verið komið fyrir í holræsinu daginn eftir að það fæddist. Það er vikugamalt í dag og dvaldi því í ræsinu í fimm daga. Drengurinn var vafinn í teppi frá sjúkrahúsi og var búið að klippa naflastrenginn og klemma hann saman.

Ákærð fyrir tilraun til manndráps. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert