Ítalskur læknir fékk ebólu

Hér má sjá ítalskt heilbrigðisstarfsfólk æfa sig í viðbrögðum við …
Hér má sjá ítalskt heilbrigðisstarfsfólk æfa sig í viðbrögðum við ebólusmiti. Fyrsti sjúklingurinn er væntanlegur í kvöld. AFP

Ítalskur læknir sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne verðu fluttur með flugvél til Rómar til læknismeðferðar.

Heilbrigðisráðuneytið segir að um sé að ræða fyrsta ítalska ríkisborgarann sem smitist af ebólu. Hann er væntanlegur til Rómar í kvöld eða snemma í fyrramálið. Hann verður lagður inn á   Lazzaro Spallanzani-sjúkrahúsið sem sérhæfir sig í smitsjúkdómum.

Læknirinn starfaðí fyrir góðgerðarsamtökin Emergency á heilsugæslu í Síerra Leóne. Yfir 5.000 manns hafa látist úr ebólu í faraldrinum sem nú geisar í Vestur-Afríku.

Heilbrigðisráðherra Ítalíu segir að lækninum líði ágætlega. Hann var ekki með hita eða önnur einkenni í nótt og í morgun gat hann borðað morgunmat, sagði ráðherrann. 

Góðgerðarsamtökin segja að læknirinn hafi fundið fyrir einkennum sem tengjast ebólu en sé að öðru leyti við ágæta heilsu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert