Slátruðu hundrað manns

Ofbeldið í Austur-Kongó á m.a. rætur að rekja til átaka …
Ofbeldið í Austur-Kongó á m.a. rætur að rekja til átaka um námur sem eru stútfullar af eðalmálmum. AFP

Yfir hundrað manns var slátrað í Austur-Kongó í síðustu viku. Voðaverkið var framið í austurhluta landsins þar sem stöðug átök hafa geisað síðustu misseri.

Talið er að fjöldamorðið hafi verið framið á fimmtudag í námunda við bæinn Beni í Norður-Kivu-héraði. Þar hafa íslamskir uppreisnarmenn frá Úganda komið sér fyrir og eru þeir taldir bera ábyrgð á morðum á 200 óbreyttum borgurum frá því í október. 

Talsmaður stjórnarandstöðunnar í þinginu segir að 95 lík hafi fundist í fjöldagröf og níu til viðbótar verið send í líkhúsið. Hann segir að varað sé við því að fara inn í frumskóginn á svæðinu því þar sé talið að fleiri lík sé að finna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert