Tóku óvart heróín í nefið

AFP

Tveir ungir, breskir ferðamenn létust í Amsterdam eftir að hafa tekið heróín í nefið. Mennirnir héldu að þeir væru að taka kókaín. Lögreglan varar ferðamenn við því að kaupa eiturlyf á götum borgarinnar. Annar ungur Breti lést við svipaðar aðstæður í Amsterdam í síðasta mánuði. Sá hafði tekið inn svokallað „hvítt heróín“, efni sem venjulega er sprautað í æð.

Lík ungu karlmannanna tveggja, 20 og 21 árs, fundust á hótelherbergi í Amsterdam í gær. 

„Talið er að mennirnir hafi látist eftir að hafa tekið „hvítt heróín“ í nefið en þeir hafa líklega haldið að efnið væri kókaín,“ segir lögreglustjórinn Van der Veen.

Að minnsta kosti sautján manns hafa leitað sér læknishjálpar eftir að taka hvítt heróín að sögn lögreglunnar. 

„Hvítt heróín lítur út eins og kókaín, það er selt sem kókaín og fólk heldur að það sé að taka kókaín í nefið,“ segir lögreglustjórinn. „Afleiðingarnar eru andnauð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert