Vill fimm þúsund lækna á vettvang

AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kallaði eftir því í dag að 5 þúsund læknar verði sendir frá ríkjum sambandsins til Vestur-Afríku til þess að berjast gegn ebólu-veirunni. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni í frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að embættismenn ESB hafi sett sig í samband við ríkisstjórnir ríkja sambandsins vegna málsins. Einnig væri óskað eftir því að þúsundir annarra heilbrigðisstarfsmanna og sjálfboðaliða yrðu sendar á vettvang. Þá hafi verið farið fram á að ríkin legðu fram fjármagn til baráttunnar og búnað.

Ennfremur kemur fram að ESB hafi til þessa lagt fram einn milljarð evra til baráttunnar gegn ebólu-veirunni. Þar af 373 milljónum evra frá framkvæmdastjórn sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert