Ákærð fyrir að myrða sjúklinga

Wikipedia

Fimmtug fyrrverandi hjúkrunarkona í Tékklandi hefur verið ákærð fyrir að hafa á undanförnum fjórum árum myrt sex sjúklinga á sjúkrahúsi sem hún starfaði á í bænum Rumburk. Konan er talin hafa eitrað fyrir sjúklingunum samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að konan, sem hefur verið nafngreind í tékkneskum fjölmiðlum sem Vera Maresova, var upphaflega ákærð í ágúst fyrir að hafa myrt einn sjúkling í júní í sumar. Ákærunni var hins vegar breytt þegar í ljós kom að fimm aðrar sjúklingar höfðu látið lífið með grunsamlegum hætti í umsjá hennar. Maresova var úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag að ósk ákæruvaldsins á þeim forsendum að hún gæti reynt að flýja og fara í felur.

Ef Maresova verður sakfelld stendur hún frammi fyrir lífstíðarfangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert