„Forseti Evrópusambandsins“ fer að kenna

Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB.
Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB. AFP

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, lætur formlega af embætti á sunnudaginn, en það sem tekur við hjá honum á næsta ári er kennsla við College of Europe í borginni Brugge í Belgíu. Háskólinn tilkynnti formlega um þetta í gær en hann sér einkum um að mennta verðandi embættismenn sambandsins.

Van Rompuy mun kenna námskeið tengt Evrópusambandinu um leiðtogahæfileika og ákvarðanatöku samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com. Vegna embættisins sína hjá sambandinu var hann gjarnan nefndur „forseti Evrópusambandsins“ en áður en hann tók við því var hann forsætisráðherra Belgíu. Arftaki hans verður Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert