Handtekinn vegna morðsins á McConville

Jean McCon­ville bjó í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, þegar hún var …
Jean McCon­ville bjó í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, þegar hún var num­in á brott frá börn­um sín­um. AFP

Liðsmaður írska lýðveldishersins, IRA, Bobby Storey er nú í haldi lögreglu á Írlandi. Verður hann yfirheyrður vegna morðsins á Jean McConville árið 1972 og er það hluti af „heildarrannsókn málsins“ líkt og haft er eftir lögreglu í frétt Sky-sjóvarpsstöðvarinnar um málið. 

Hin 37 ára McConville var numin á brott í desember 1972 og myrt. Hún var ekkja og tíu barna móðir. Írski lýðveldisherinn dró hana öskrandi í burtu og horfðu börnin hennar grátandi á eftir henni.

Adams látinn laus úr varðhaldi

„Ég veit hver myrti móður mína“

Leitað að líkamsleifum fórnarlamba IRA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert