Greinir ebólu á korteri

Francois Hollande, forseti Frakklands, heimsótti Gíneu í dag. Hann var …
Francois Hollande, forseti Frakklands, heimsótti Gíneu í dag. Hann var mældur samviskulega þegar hann kom til landsins, fyrstur vestrænna leiðtoga frá því að ebólufaraldurinn braust út. AFP

Breskir vísindamenn gera nú tilraunir með nýtt ebólupróf sem getur greint sjúkdóminn á fimmtán mínútum. Það er sex sinnum hraðvirkara en núverandi greiningartæki og gæti gert meðhöndlun á sjúkdóminum skilvirkari en verið hefur.

„Áreiðanlegt fimmtán mínútna próf sem getur staðfest ebólutilfelli væri lykilþáttur í að meðhöndla ebólufaraldurinn á skilvirkan hátt. Hægt væri að greina sjúklinga, einangra þá og annast um þá eins fljótt og mögulegt er,“ segir Val Snewin frá Wellcome-sjóðnum sem tilkynnti um þróun prófsins ásamt bresku þróunarstofnuninni í dag.

Prófið á að henta sjúkrahúsum á afskektum slóðum þar sem aðgengi að rafmagni og kæligeymslum er af skornum skammti. Tilraunirnar með prófið verða gerðar í Conakry í Gíneu en þar hafa að minnsta kosti 1.200 manns látist úr sjúkdómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert