Fyrsti kvenkyns biskup Bretlands

Tímamót urðu á dögunum þegar tilkynnt var að Libby Lane yrði biskup í Stockport á Englandi en hún verður fyrsta konan til þess að vera skipuð biskup innan ensku biskupakirkjunnar. Hún hefur til þessa sinnt embætti sóknarprests í enska þorpinu Hale.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að Lane sé 48 ára að aldri og eigi tvö börn. Einungis séu tveir áratugir síðan konum var heimilað að gegna embættum presta innan kirkjunnar. Haft er eftir henni að ákvörðunin sé óvænt en mjög spennandi.

Libby Lane.
Libby Lane. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert