„Hvað gerum við núna?“

Þetta eru mennirnir sem réðust á skólann á þriðjdaguinn.
Þetta eru mennirnir sem réðust á skólann á þriðjdaguinn. AFP

Nú hafa verið birt afrit af samtölum á milli árásarmannanna  sem réðust á skóla í Pakistan á þriðjudaginn við yfirmenn sína. Áttu þeir í samskiptum stuttu áður en árásarmennirnir voru drepnir af hermönnum.

Sex vopnaðir talibanar réðust inn í skólann og drápu að minnsta kosti 132 börn og níu kennara í skólanum. Samkvæmt frétt The Independent spurðu þeir síðan yfirmenn sína einfaldlega: „Við erum búin að drepa öll börnin í salnum. Hvað gerum við núna?“

Særð börn hafa nú tjáð sig frá sjúkrahúsi um upplifun sína á fjöldamorðinu og sagt frá því hvernig bekkjarfélagar þeirra voru drepnir fyrir framan þau. Árásarmennirnir klæddust sprengjuvestum og skutu stanslaust á nemendurna og kennara. 

Að sögn talsmanns hersins voru margir nemendur viðstaddir athöfn í sal skólans. Um hundrað börn voru drepin þar. 

Samskipti árásarmannanna við yfirmenn sína birtust í pakistanska dagblaðinu Dawn. Á einn árásarmaðurinn að hafa spurt Umar Adizai um leiðsögn um hvað skyldi gera næst. 

„Bíðið eftir hermönnunum, drepið þá og sprengið ykkur síðan í loft upp,“ á Adizai að hafa sagt. 

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum var þetta það síðasta sem fór þeirra á milli áður en árásarmennirnir voru skotnir af hermönnum. 

Frétt The Independent

Fyrri fréttir mbl.is

„Drepið þau“

Þjóðarsorg í Pakistan

Pakistanskur hermaður inni í skólanum þar sem 132 börn voru …
Pakistanskur hermaður inni í skólanum þar sem 132 börn voru myrt á þriðjudaginn. AFP
Ummerkin um árásina eru augljós í skólanum.
Ummerkin um árásina eru augljós í skólanum. AFP
AFP
Frá tölvustofu skólans eftir árásina.
Frá tölvustofu skólans eftir árásina. AFP
Þetta eru mennirnir sem réðust á skólann á þriðjdaguinn.
Þetta eru mennirnir sem réðust á skólann á þriðjdaguinn. AFP
Pakistanskur hermaður inni í skólanum þar sem 132 börn voru …
Pakistanskur hermaður inni í skólanum þar sem 132 börn voru myrt á þriðjudaginn. AFP
Ummerkin um árásina eru augljós í skólanum.
Ummerkin um árásina eru augljós í skólanum. AFP
AFP
Frá tölvustofu skólans eftir árásina.
Frá tölvustofu skólans eftir árásina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert