Árásin „11. september Pakistans“

Yfirvöld í Pakistan gera nú engan greinarmun á hryðjuverkahópum.
Yfirvöld í Pakistan gera nú engan greinarmun á hryðjuverkahópum. AFP

Yfirvöld í Pakistan líta á fjöldamorð talibana í barnaskóla í Peshawar-héraði landsins síðasta mánudag sem „11. september Pakistans“ að sögn háttsetts embættismanns í ríkisstjórn landsins. Sartaj Aziz, æðsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í utanríkis- og öryggismálum, sagði í samtali við AFP fréttaveituna í dag að árásin sem varð minnst 149 manns að bana myndi valda stefnubreytingu í baráttu yfirvalda gegn hryðjuverkamönnum.

Stjórnvöld í landinu hafa gjarnan verið sökuð um að veita ýmsum hryðjuverkasamtökum stuðning bak við tjöldin, m.a. í Afganistan og Kasmír héraðinu. Þá hafa réttarhöld yfir hryðjuverkamönnum gengið hægt, m.a. vegna mikillar áherslu á vitnisburð sjónvarvotta að glæpum og lítillar sem engrar verndar fyrir dómara og saksóknara fyrir hryðjuverkahópunum.

Aziz ítrekaði hins vegar að þeir dagar væru taldir og enginn greinarmunur væri nú gerður á hryðjuverkahópum. Þannig hefur forseti Pakistans, Nawaz Sharif, nú aflétt frestun dauðarefsinga yfir dæmdum hryðjuverkamönnum í kjölfar málsins. „Rétt eins og 11. september breytti Bandaríkjunum og heimsbyggðinni til langframa er 16. desember eins konar smærri útgáfa af þeim degi,“ sagði Aziz.

Fréttir mbl.is:

Fóru á milli stofa og myrtu börn

„Drepið þau“

Pyntaður til að játa á sig morð

Minnst 149 manns létust í fjöldamorðum í skólanum í Peshawar …
Minnst 149 manns létust í fjöldamorðum í skólanum í Peshawar á mánudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert