Fann ferðafélaga með rétt nafn

Mynd af Axani, tekin af Facebook síðu hans.
Mynd af Axani, tekin af Facebook síðu hans. Mynd af Facebook

Kanadískur maður sem auglýsti eftir alnöfnu fyrrverandi kærustu sinnar, Elizabeth Gallagher, hefur fundið hina einu réttu. Hann er því á leið í platónskt ferðalag um heiminn með henni.

Jordan Axani, 28 ára Toronto búi, vakti heimsathygli í síðasta mánuði  þegar hann bauð alnöfnu unnustunnar fyrrverandi í heimsreisu því miðinn væri á hennar nafni en þau hætt saman. Um var að ræða afsláttarmiða og því ekki hægt að breyta nafninu á miðanum sem var keyptur í maí sl. Ekki væri hægt að fá miðann endurgreiddan en þar sem ekki væri farið fram á vegabréfsupplýsingar á honum þá gæti alnafna Elizabeth Gallagher, sem væri kanadísk, nýtt sér miðann, að því er segir í frétt Guardian.
Hann hefur nú ákveðið að bjóða Elizabeth Quinn Gallagher, 23 ára námsmanni frá Cole Harbour, Nova Scotia með í ferðalagið.

Hún viðurkennir að þetta hafi í fyrstu verið dálítið undarlegt - að fara í heimsreisu með ókunnugum en eftir að hafa talað við Axani klukkutímum saman í síma hafi henni snúist hugur. En unnusti hennar er ekki jafn hrifinn af ferðalaginu, að því er kemur fram í frétt Guardian.

Gallagher segir að hún og Axani fari sem vinir ekki  par. Hún sé hrifin af unnusta sínum og samband þeirra sér alvarlegt. Þau séu að undirbúa íbúðarkaup og eigi hvolp saman.

Hún segir að þrátt fyrir að vera ekkert sérstaklega hrifinn þá skilji hann að hana langi í ferðalagið sem hefst þann 21. desember í New York. Þaðan liggur leiðin til Mílanó, Prag, París, Bangkok og Nýju Delí en lýkur þann12.  janúar í Toronto.

Auglýsir eftir alnöfnu fyrrverandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert