Móðirin handtekin vegna stunguárásar

Átta börn fund­ust myrt á heim­ili í Qu­eens­land í Ástr­al­íu.
Átta börn fund­ust myrt á heim­ili í Qu­eens­land í Ástr­al­íu. AFP

Móðir sjö barna sem fundust stungin til bana í Queensland í Ástralíu í gær hefur verið handtekin vegna morðanna. Alls voru átta börn stungin til bana, en þau voru á aldrinum átján mánaða til fimmtán ára. Móðirin er 37 ára. Hún var flutt á sjúkrahús í gær með stungusár, en hún bjó með börnunum ásamt stjúpföður þeirra.

Tvítugur maður tilkynnti lögreglu um málið í gær, en hann kom að börnunum. Talið er að hann hafi verið bróðir barnanna.

Í tilkynningu lögreglunnar í dag segir að móðirin hafi verið handtekin vegna morðanna, en hún verður undir lögreglueftirliti á spítala. Hún hefur ekki enn verið kærð vegna verknaðarins.

Fjöldi bangsa og blóma hefur verið skilinn eftir við vettvang …
Fjöldi bangsa og blóma hefur verið skilinn eftir við vettvang voðaverksins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert