Monis átti ólöglegt skotvopn

AFP

Man Haron Monis átti ólöglegt skotvopn og hann virðist heldur ekki hafa fengið leyfi til að eiga skotvopn. Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, hafði áður gagnrýnt að Monis, sem þekktur var fyrir öfgafullar skoðanir og ofbeldi, hefði fengið byssuleyfi.

Tveir gíslar sem Monis hélt föngnum á kaffihúsi í 17 klukkustundir létu lífið. Fjórir slösuðust, þar af einn lögreglumaður.

John O´Brien er fyrsti gíslinn sem slapp út af kaffihúsinu. Hann er 82 ára. Hann sagði að Monis hefði notað þrjár konur sem skjöld til að vernda hann frá leyniskyttum lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert