7.370 látnir úr ebólu

Ebóla hefur fyrst og fremst herjað í þremur löndum í …
Ebóla hefur fyrst og fremst herjað í þremur löndum í Vestur-Afríku. FRANCISCO LEONG

A.m.k. 7.370 eru látnir úr ebólu síðan sjúkdómurinn fór að herja á Vestur-Afríku. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Samkvæmt tölunum hafa 19.031 veikst af sjúkdóminum í Guinea, Líberíu og Sierra Leone. Þar af hafa 7.373 látist. Sjúkdómurinn hefur gert mestan usla í þessum þremur löndum. Einnig hefur fólk dáið úr ebólu í Malí (6), Bandaríkjunum (1), Nígeríu (8).

Sjúkdómsins hefur einnig orðið vart í Senegal og á Spáni, en búið er að lýsa því yfir að þessi tvö lönd séu nú laus við ebólu. Sama á við um Nígeríu.

Flestir hafa látist úr ebólu í Sierra Leone. Þar hafa 8.759 veikst og 2.477 látist úr sjúkdóminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert