Miklar tafir í kjölfar sprengjuhótunar

Sprengjuhótunin er keimlík annarri sem átti sér stað í sömu …
Sprengjuhótunin er keimlík annarri sem átti sér stað í sömu stöð þann 22. desember í fyrra, sunnudaginn fyrir jól. Myndin er úr safni. mynd/Norden.org

Fjögurra tíma töf varð á lestarumferð í Danmörku eftir að sprengjuhótun barst aðallestarstöð Óðinsvéa um miðjan dag í gær. Lögreglan var kölluð út og engin sprengja fannst. Hótunin var send lestarstöðinni með textaskilaboðum.

„Við höfum leitað á allri lestarstöðinni með leitarhundum og sprengjusérfræðingum og getum staðfest að sprengjuhótunin var tilhæfulaus,“ sagði talsmaður lögreglunnar í yfirlýsingu.

Fyrir sprengjuhótunina varð ljóst að dagurinn í gær yrði annasamasti dagur ársins í danska lestarkerfinu, þar sem Danir myndu nota tækifærið og ferðast til fjölskyldna sinna fyrir jólin.

Sprengjuhótunin er keimlík annarri sem átti sér stað í sömu stöð þann 22. desember í fyrra, sunnudaginn fyrir jól. Þá eins og nú hafði danska lestarfyrirtækið DSB gefið það út að dagurinn yrði umferðarmesti dagur ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert