Skipaður næstæðstur í Páfagarði

Jean-Louis Tauran kardináli.
Jean-Louis Tauran kardináli.

Frans páfi hefur skipað franska kardínálann Jean-Louis Tauran í næstæðstu stöðu í Páfagarði. Tauran mun taka tímabundið við starfi starfi páfa ef Frans deyr í embætti eða segir af sér.

Tauran er 71 árs gamall. Hann tilkynnti í mars á síðasta ári, á svölum Péturskirkjunnar í Róm, um kjör nýs páfa.

Tauran leysir Tarcisio Bertone af hólmi, en hann er að verða áttræður.

Tauran hefur gagnrýnt íslamska öfgamenn, en jafnframt hefur hann sagt að vanþekking einkenni oft þá Vesturlandabúa sem gagnrýna Íslam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert