Ellefu menn hengdir í Jórdaníu

Dauðarefsingar eru umdeildar víða um heim.
Dauðarefsingar eru umdeildar víða um heim. SAJJAD HUSSAIN

Ellefu menn voru teknir af lífi í Jórdaníu í dag. Þetta er í fyrsta skipti í átta ár sem aftökur fara fram í landinu. Mennirnir voru hengdir, en þeir höfðu allir verið  dæmdir til dauða fyrir glæpi sem þeir frömdu á árunum 2005-2006.

Mikil umræða hefur átt sér stað í Jórdaníu síðustu ár um dauðarefsingar. Frá júní 2006, þegar dauðarefsingar í landinu voru stöðvaðar, hafa 122 menn verið dæmdir til dauða.

Hussein Majali, innanríkisráðherra Jórdaníu, segir að almenningur sé þeirrar skoðunar að fjölgun glæpa í landinu megi rekja til þess að aftökur hafi verið stöðvaðar. Þess vegna hafi verið ákveðið að framfylgja dauðarefsingum á ný.

Nágrannaríki Jórdaníu, Sádi Arabía, hefur tekið 83 menn af lífi það sem af er þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert