„Ég set vængi á svínin í dag“

Myndin af byssunni.
Myndin af byssunni.

Skotmaðurinn sem myrti tvo lögreglumenn í New York í gær og tók í kjölfarið eigið líf er sagður hafa birt mynd á Instagram þar sem hann sagðist ætla að gefa „svínum“ vængi og hefna dauða Erics Garner og Michaels Brown. Þessu greinir Buzzfeed frá.

„Ég set vængi á svínin í dag. Þeir taka einn af okkur.... Tökum 2 af þeim. Þetta gæti orðið síðasta innlegg mitt,“ stóð m.a. við myndina sem var af skammbyssu en henni fylgdi einnig myllumerkið #ShootThePolice.

Lögregla hefur gefið út að skotmaðurinn hafi verið hinn 28 ára gamli Ismaaiyl Brinsley. Ekki er þó fyllilega ljóst hvort hann hafi einnig verið Instagram-notandinn @dontrunup sem birti myndina.

@dontrunup birti einnig mynd af bláum skóm og buxum með hermannamynstri og blóðslettum. Vitnaði hann í texta 50 Cent við lagið Greenlantern með smávægilegum breytingum: „Never had a hot gun on your waist and blood on your shoes.....Nigga you ain't been through what I been through You not like me and I'm not like you.“

Maður, sem talinn er vera Brinsley, sást í eins skóm og buxum þar sem hann var færður inn í sjúkrabíl.

Instagram-reikningnum hefur nú verið eytt en stuttu eftir skotárásina birtist þó mynd sem virðist vera úr myndinni Juice frá 1992 með rapparanum Tupac. Sá sem birtir myndina gefur í skyn vonbrigði eða sorg með skammstöfuninni „smh“ sem stendur fyrir „shaking my head“ og sendir samúðarkveðjur.

Tengdar fréttir

 Lýsa morðinu sem aftöku

Hataði lögreglumenn

Tveir lögreglumenn drepnir í New York

Blóðslettur á buxum Instagram-notandans.
Blóðslettur á buxum Instagram-notandans.
Mynd sem birtist eftir dauða Brinsleys á Instagram-reikningnum.
Mynd sem birtist eftir dauða Brinsleys á Instagram-reikningnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert