Hataði lögreglumenn

Lögreglumaður í New York þurrkar tár á blaðamannafundi í gær.
Lögreglumaður í New York þurrkar tár á blaðamannafundi í gær. SPENCER PLATT

Maðurinn sem myrti tvo lögreglumenn í New York í gær virðist hafa borið haturshug til lögreglunnar. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum tengja morðin við andlát manns sem lést í höndum lögreglumanns fyrir skömmu.

Maðurinn gekk að lögreglubíl í Brooklyn-hverfinu í New York í gær og skaut á lögreglumennina þar sem þeir sátu inn í lögreglubíl. Þeir létust báðir. Hann flúði síðan að lestarstöð í grenndinni þar sem hann framdi sjálfsvíg.

Stuttu fyrir árásina hafði maðurinn skotið fyrrverandi unnustu sína til bana. Hann hafði einnig skrifað á samfélagsmiðla skilaboð þar sem hann lýsti hatri til lögreglunnar.

Morð í kjölfar umræðu um lögregluofbeldi

Fyrr í þessum mánuði gengu þúsund manns um margar borgir Bandaríkjanna og kröfðust réttlæti fyrir það blökkufólk sem hvítir lögreglumenn hafa skotið til bana. 

Meðal þeirra sem mótmæltu í Washington voru fjölskyldur þeirra Michaels Brown og Erics Garner. Mótmælaaldan hófst er hvítur lögreglumaður skaut Brown til bana í Ferguson í ágúst. Hann var óvopnaður og aðeins átján ára gamall. Í síðasta mánuði ákvað kviðdómur að ekki væri ástæða til að ákæra lögreglumanninn sem skaut hann fjölmörgum skotum. 

Fyrir skömmu tók lögreglumaður í Staten Island Garner kverkataki með þeim afleiðingum að hann lést. Garner var sex barna faðir. Hann var líka óvopnaður.

Þá skaut lögreglumaður 12 ára gamlan svartan, dreng, Tamir Rice, til bana á leikvelli í Cleveland. Rice var með leikfangabyssu. Lögreglumaðurinn skaut hann aðeins tveimur sekúndum eftir að hann kom á vettvang. 

Wenjian Liuvar myrtur í gær.
Wenjian Liuvar myrtur í gær. NYPD
Rafael Ramos var skotinn til bana í gær.
Rafael Ramos var skotinn til bana í gær. NYPD
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert