Gerðu bréf Breiviks upptæk

Anders Behring Breivik í dómssal.
Anders Behring Breivik í dómssal. AFP

Norsk fangelsisyfirvöld hafa gert upptæk rúmlega tvöhundruð bréf frá norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik. Var það gert til þess að koma í veg fyrir það að hann búi sér til samskiptanet fyrir utan veggi fangelsisins.

Breivik myrti 77 manns í Noregí júlí 2011. Hann segist hafa gert það til þess að stöðva „innrás Múslíma“ í Noregi.

„Við höfum neitað að senda bréf frá Breivik vegna öryggisástæðna. Við erum að tala um um það bil 220 bréf,“ sagði Yling Faeste, talsmaður fangelsisyfirvalda í samtali við AFP. 

„Við stjórnum öllum hans samskiptum og hann má ekki setja upp samskiptanet sem gæti leitt til frekari glæpa.“

Breivik er 35 ára gamall. Hann var dæmdur í 21 árs fangelsi í ágúst 2012 en sá dómur gæti verið framlengdur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert