Ósátt við viðbrögð stjórnvalda

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag að veita íbúum á flóðasvæðunum í Malasíu aðstoð en flóðin hafa haft áhrif á daglegt líf tugi þúsunda. Flóðin eru þau verstu í áratugi í Malasíu.

Fórnarlömb flóðanna eru ósátt við hæg viðbrögð stjórnvalda og ekki bætti úr skák þegar birtar voru myndir af forsætisráðherra landsins, Najib Razak, spila golf með Bandaríkjaforseta, Barack Obama á meðan náttúruhamfarir riðu yfir landsmenn.

Alls hafa 120 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín í Kelantan, Terengganu og Pahang. Að minnsta kosti fimm hafa látist í flóðunum en einhver þorp eru gjörsamlega á floti eftir úrhellisrigningu og rok undanfarna daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert