Snjóþyngsli víða í Frakklandi

Það er víða slæm færð í Frakklandi en í gærkvöldi byrjaði að snjóa í 19 héruðum í norðausturhluta landsins. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna snjókomu og ísingar á vegum og víða er orðið afar þungfært.

Fjölmörg slys hafa orðið á þjóðvegum og mjakast umferðin vart áfram, samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla í dag.

Skíðamenn gleðjast hins vegar því snjóleysi hefur háð mörgum skíðasvæðinum í Ölpunum undanfarið en margir nýta jólafríið til þess að bregða sér á skíði.

Le Monde

Liberation

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert