Drápu tæplega tvö þúsund á hálfu ári

T
T AFP

Liðsmenn Ríki íslams hafa drepið tæplega tvö þúsund manns í Sýrlandi frá því að samtökin lýstu yfir kalífadæmi sínu í júní.

Þetta kemur fram í gögnum mannréttindasamtakanna The Syrian Observatory for Human Right. Alls erur fórnarlömbin 1878 talsins á tímabilinu 28. júní til 27. desember. Fórnarlömbin voru skotin, grýtt eða afhöfðuð í héruðum Aleppo, Deir Ezzor, Hama, Homs, Hasakeh og Raqa. Almennir borgarar voru 1175 talsins, þar á meðal fjögur börn og átta konur. 930 þeirra eru af Shaitat ættbálknum sem veittu Ríki íslams mótspyrnu í Deir Ezzor héraði í sumar. Þann 17. desember fannst fjöldagröf með líkum 230 af ættbálki  Shaitat í héraðinu.  

Auk þess að myrða almenna borgara og hermenn sem hafa barist gegn Ríki íslams þá drápu liðsmenn samtakann 120 eigin liðsmenn. Í flestum tilvikum vegna þess að viðkomandi reyndi að flýja til heimalands síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert