Klárar kjörtímabil forvera síns

Stuðningsmenn Edgars Lungu halda á mynd af honum eftir að …
Stuðningsmenn Edgars Lungu halda á mynd af honum eftir að tilkynnt var að hann væri sigurvegari kosninganna í Sambíu. AFP

Edgar Lungu var í dag svarinn í embætti forseta Sambíu. Hann var í gær lýstur sigurvegari kosninga sem blásið var til eftir að forveri hans, Michael Sata, lést í október. Lungu mun gegna embættinu út kjörtímabil Sata sem lýkur á næsta ári.

Sigur Lungu var naumur en andstæðingur hans, Hakainde Hichilema, frambjóðandi Einingarflokksins fyrir þjóðarframþróun, setti fram ásakanir um að gallar hefðu verið á framkvæmd kosninganna.

Lungu er 58 ára gamall en hann gegndi embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Sata og kemur úr Föðurlandsfylkingu hans. Þúsundir manna komu saman á þjóðarleikvangi landsins í höfuðborginni Lusaka til að fylgjast með athöfninni þegar Lungu var svarinn í embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert