Reiðubúinn að semja við kröfuhafa

Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, fagnar í kvöld.
Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, fagnar í kvöld. EPA

Tími aðhaldsaðgerða í Grikklandi, sem haft hafa hörmulegar afleiðingar fyrir grísku þjóðina, er lokið. Þetta sagði Alexis Tsipras, leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza, í kvöld en flokkur hans er sigurvegari grísku þingkosninganna samkvæmt útgönguspám. Forsætisráðherra Grikklands, Antonis Samaras, hefur þegar viðurkennt ósigur sinn.

Tsipras sagði ennfremur að Grikkland vildi vinna með Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að raunhæfum samkomulagi um skuldir landsins. „Ný ríkisstjórn Grikklands er reiðubúin til samstarfs og að semja um sanngjarna og raunhæfa lausn sem er í þágu hagsmuna beggja aðila,“ sagði hann þegar hann ávarpaði þúsundir stuðningsmanna sinna í Aþenu, höfuðborg Grikklands.

Fréttir mbl.is:

Samaras viðurkennir ósigur

Syriza sigrar í kosningunum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert