Bylurinn raskar daglegu lífi

Bylurinn 2015 er hann kallaður á austurströnd Bandaríkjanna, hríðarbylur sem ganga mun yfir svæðið og kemst mögulega í sögubækurnar. Þegar hefur þúsundum flugferða verið aflýst og almenningssamgöngur eru víða komnar úr skorðum, þ.e. þar sem ekki verið hætt við að reyna flytja fólk á milli staða.

Veður­fræðing­ar spá allt að 90 cm djúp­um snjó og hafa íbúar New York og í fleiri ríkjum verið beðnir að halda sig heima. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, lýsti yfir neyðarástandi upp úr hádegi að staðartíma og það sama hefur verið gert í New Jersey. Í Connecticut hefur verið komið á akstursbanni til að reyna koma í veg fyrir slys.

Á meðan flestir íbúar á austurströndinni búa sig undir bylinn hafa aðrir tekið sér stöðu á samfélagsvefnum Twitter þar sem tíst er ótt og títt undir merkinu #blizzardof2015. Hér að neðan má sjá nokkur brot úr umræðunni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert