Kenna forsætisráðherranum um aftökuna

Hægt er að kenna forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe, um andlát Haruna Yukawa, japanska gíslsins sem hryðjuverkasamtökin ríki Íslams tóku nýlega af lífi. Þetta kemur fram í ritstjórnarpistli í kínverskum ríkisfjölmiðli í dag. Samtökin staðfestu aftökuna í gær en gíslinn var hálshöggvinn. 

Í pistlinum segir að stuðningur forsætisráðherrans í garð Bandaríkjanna hefði dregið Japan inn í deiluna jafnvel þó „lönd í austurhluta Asíu eigi ekki að vera aðalskotmörk“ hryðjuverkasamtakanna.

Samtökin staðfestu aftökuna en þau vilja að kona að nafni Sajida al-Rishawi verði leyst úr haldi í Jórdaníu. Að öðrum kosti verður annar japanskur gísl sem er í haldi samtakanna tekinn af lífi.

Gíslarnir Kenji Goto til vinstri og Haruna Yukawa hægramegin.
Gíslarnir Kenji Goto til vinstri og Haruna Yukawa hægramegin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert