Samkomulag um meirihluta í Grikklandi

Róttæki vinstriflokkurinn Syriza hefur myndað meirihlutasamstarf við hægriflokkinn Sjálfstæða Grikkja. Syriza er sigurvegari þingkosninganna með 149 sæti og var hann aðeins tveimur sætum frá hreinum meirihluta. BBC greinir frá.

Evran féll nokkuð eftir að ljóst var að Syriza hefði farið með sigur af hólmi og hefur hún ekki verið lægri í ellefu ár. Leiðtogi flokksins segir að nú vilji Grikkland vinna með Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að raunhæfu samkomulagi um skuldir landsins.

Vill binda enda á „niðurlæginguna“

Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, fagnaði í gærkvöldi.
Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, fagnaði í gærkvöldi. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert