Fái bæði lífstíðardóm fyrir morðið

Blóð úr Yöru fannst víða í íbúð hjónanna.
Blóð úr Yöru fannst víða í íbúð hjónanna. Skjáskot af Expressen

Saksóknari í máli Yöru, átta ára stúlku sem myrt var í Svíþjóð í fyrra, fer fram á að móðurbróðir stúlkunnar og eiginkona hans hljóti bæði lífstíðardóm fyrir að hafa myrt stúlkuna. Yara var í umsjón hjónanna þegar hún lét lífið.

Hjónin gengust bæði undir geðmat sem leiddi í ljós að þau eru bæði sakhæf. Í viðtölum við hjónin kom einnig fram að þau hafi bæði þurft að þola ofbeldi. Maðurinn hefur meðal annars afplánað dóm í fangelsi á Gaza og segir hann að þar hafi hann mátt þola pyntingar.

Konan er talin glíma við persónuleikaröskun og sagði geðlæknir að hana sjálfhverfa og skorta getu til að sýna öðrum samúð.

Dómur verður kveðinn upp í málinu í næstu viku, eða þann 3. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert