Stormur í vatnsglasi í New York?

Ungir Texasbúar léku sér í snjónum í New York í …
Ungir Texasbúar léku sér í snjónum í New York í dag. AFP

„Vinnið heima“. „Samgöngur munu fara úr skorðum“.„ Stöndum saman og þá verður þetta í lagi.“ Á þessa leið voru viðvörunarorð borgastjóra New York og ríkisstjórans í aðdraganda vonskuveðurs sem sagt var geta orðið að „stormi aldarinnar“. En var þetta kannski frekar stormur í vatnsglasi?

Ljóst er að veðrið varð ekki eins slæmt í dag og búist hafði verið við. Því hafa vitaskuld margir fagnað en aðrir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að gera of mikið úr veðurspánum. Fólk var varað við því að vera á ferli, hvatt til að vinna heima en slíku ferðabanni var aflétt í dag. Búist var við allt að 90 cm djúpum jafnföllnum snjó en nú er talið að hann verði í mesta lagi 60 cm djúpur.

Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, segist hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig. „Við gerðum það sem var nauðsynlegt til að tryggja öryggi allra.“

Enn er varað við stormi í New York og víðar á austurströnd Bandaríkjanna. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert