Hræðileg öskur frá gasklefunum

Kitty Hart-Moxon var aðeins 16 ára þegar hún var flutt …
Kitty Hart-Moxon var aðeins 16 ára þegar hún var flutt ásamt móður sinni til Auschwitz. AFP

Kitty Hart-Moxon var aðeins 16 ára þegar hún var flutt ásamt móður sinni til Auschwitz. Hún dvaldi í búðunum í tvö ár og rifjar upp þessa hræðilegu lífsreynslu í myndskeiði BBC.Í dag er þess minnst að 70 ár eru liðin frá frelsun fanga sem haldið var í útrýmingarbúðunum.

„Þú varst aldrei öruggur. Hvenær sem er sólarhringsins, að degi að nóttu, áttir þú á hættu að vera myrtur,“ segir Kitty.

Kitty var meðal annars látin fara í gegnum eigur þeirra sem fluttir voru í búðirnar. Þetta voru persónulegir munir á borð við skartgripi, ljósmyndir og bréf. Í viðtalinu lýsir hún meðal annars hræðilegum öskrum sem bárust frá gasklefum þegar fólkið var tekið af lífi.

Segir hún að öskrin hafi heyrst í um tíu mínútur en það var um bil tíminn sem tók að myrða fólkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert