Kobane er í rúst

AFP

Kúrdar hafa nú náð á hrekja liðsmenn Ríkis íslams úr sýrlensku borginni Kobane eftir fjögurra mánaða bardaga. Borgin er í rúst en blaðamenn og ljósmyndarar AFP-fréttaveitunnar komu þangað í dag. Er brak úr húsum, bílum og skriðdrekum áberandi sem og illa farin hús.

Kúrdar náðu yfirráðum í borginni á mánudaginn af vígamönnunum sem hafa náð stórum landsvæðum í Sýrlandi og Írak. 

Barist hefur verið hart í fjóra mánuði í Kobane og eru göturnar í rúst að sögn blaðamanna. Það var varla sála á ferli fyrir utan eftirlitsmenn Kúrda sem vopnaðir voru Kalashnikov-rifflum. Heilsuðu þeir blaðamönnum með því að skjóta í loftið og mynduðu stafinn V fyrir enska orðið „victory“ eða sigur. 

Á þriðjudag stóðu bardagar á milli Kúrda og liðsmanna Ríkis íslams í  þorpunum í kringum Kobane en var allt rólegt á svæðinu í dag. 

Lýðræðis­sam­bands­flokk­ur Kúrda, YPG, lýsti yfir „frelsun“ Kobane á mánudaginn. Hafa Bandaríkin nú lýst því yfir að um 90% landsvæðis í kringum Kobane séu nú undir yfirráðum Kúrda. 

Talið er að Ríki íslams hafi misst um 1.200 meðlimi í bardaganum en alls létust 1.800 manns. 

Hermaður Kúrda keyrir um Kobane.
Hermaður Kúrda keyrir um Kobane. AFP
Borgin er í rúst.
Borgin er í rúst. AFP
Andstæðingur Ríkis íslams fagnar þegar að Kúrdar náðu Kobane.
Andstæðingur Ríkis íslams fagnar þegar að Kúrdar náðu Kobane. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert