„Þú deyrð einn“

Farið er yfir lygarnar sem hryðjuverkahóparnir segja við nýliða sína.
Farið er yfir lygarnar sem hryðjuverkahóparnir segja við nýliða sína. Skjáskot

„Þú munt uppgötva helvíti á jörðinni og þú deyrð einn.“ Þannig hljóma beinskeytt skilaboð franskra stjórnvalda í nýrri herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að letja fólk til þátttöku í starfsemi hryðjuverkahópa á borð við Ríki íslams.

Fyrsta myndskeiðið í þessum tilgangi var birt á vefsíðunni www.stop-djihadisme.gouv.fr og er þar farið yfir dæmigerð loforð þeirra sem reyna að fá nýliða til starfa með hryðjuverkahreyfingum. Myndbandið er sláandi, en þar má sjá krossfestingar, höfuðlaus lík og þar sem verið er að fleyja líkum í holur.

„Þeir munu segja þér: Gakktu til liðs við okkur til að hjálpa börnunum í Sýrlandi,““ segir m.a. í myndbandinu. „Raunveruleikinn er sá að þú verður látinn taka þátt í fjöldamorðum á óbreyttum borgurum.“

Sumum skilaboðum frönsku ríkisstjórnarinnar er beint að konum sérstaklega. „Þau munu segja: „Komið og stofnið fjölskyldu með hetjum okkar.“ Í raunveruleikanum munt þú ala upp börn þín í stríði og skelfingu.“

Frönsk stjórnvöld vilja með þessu reyna að sporna gegn nýliðun í hópi hryðjuverkasamtaka en mörg hundruð franskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands og Íraks undanfarin ár til að starfa með vígamönnum.


#Stopdjihadisme : Ils te disent… by gouvernementFR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert