Lögregla skýtur stúlku til bana

Á myndbandinu má sjá þegar stúlkan fellur fyrir hendi lögreglu.
Á myndbandinu má sjá þegar stúlkan fellur fyrir hendi lögreglu. Skjáskot úr myndskeiði SkyNews.

Myndskeið sem sýnir síðustu augnablik sautján ára stúlku sem féll fyrir hendi lögreglu í Texas hefur nú verið gert opinbert. Stúlkan, Kristina Coignard, sést takast á við lögreglumann áður en hann og annar lögreglumaður skutu hana til bana. 

Að sögn lögreglu lagði Coignard til lögreglumanns með hníf. Lögreglumennirnir beittu táragasi en segja það ekki hafa stöðvað stúlkuna.

Fjölskylda stúlkunnar segir hana hafa glímt við andleg veikindi, hún hafi glímt við tvískautaröskun og tvisvar gert tilraun til að taka eigið líf. Hún bjó hjá frænku sinni í austurhluta Texas sem segir að stúlkan hafi ógnað öðrum en sjálfri sér.

Að sögn lögreglu kom stúlkan á lögreglustöðina og óskaði eftir aðstoð. Hún vildi aftur á móti ekki greina frá því af hverju hún þurfti á aðstoð að halda. Þegar einn af lögreglumönnunum á stöðinni gekk að henni rétti hún upp höndina en á hana hafði hún skrifað, ég er með byssu.

Á myndskeiðinu má sjá lögreglumanninn henda henni í gólfið. Hún liggur á gólfinu, lögreglumaðurinn krýpur og heldur henni niðri. Þegar hann stendur upp og sleppir henni sér segiost hann hafa séð stúlkuna teygja sig í hníf sem hún var með meðferðis.

Hér má sjá myndskeiðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert