Bandaríkjamenn drápu efnavopnafræðing

Abu Malik, er sagður hafa þjálfað liðsmenn íslamska ríkisins í …
Abu Malik, er sagður hafa þjálfað liðsmenn íslamska ríkisins í notkun efnavopna. AFP

Bandaríski herinn sendi frá sér tilkynningu í dag um það að loftárás sem gerð var um síðustu helgi á skotmörk nærri írösku borginni Mosul hefði verið vel heppnuð. Í árásinni hefði efnavopnafræðingur samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki fallið.

Í tilkynningunni segir einnig að efnavopnafræðingurinn, Abu Malik, hefði þjálfað liðsmenn íslamska ríkisins í notkun efnavopna.

Malik starfaði fyrir Saddam Hussen á árum áður og var einnig talinn hafa tengsl við Al-Kaída hryðjuverkasamtökin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert