Bíða enn með að húðstrýkja bloggara

Raef Badawi.
Raef Badawi. AFP

Í dag var ákveðið að fresta þriðju vikuna í röð húðstrýkingu Raef Badawi. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi á síðasta ári fyrir að móðga íslam og jafnframt til að þola eitt þúsund svipuhögg; fimmtíu högg á viku í tíu vikur.

Ensaf Haidar, eiginkona Badawi, sagðist í samtali við AFP-fréttaveituna ekki vita af ástæðu þess að húðstrýkingunni var frestað. Hann fékk fyrstu fimmtíu svipuhöggin þann 9. janúar sl.

Hauidar sótti um hæli í Kanada fyrir þrjú börn þeirra hjóna í gær.

Húðstrýkingu frestað aðra vikuna í röð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert