Vill hvorki funda með AGS né ESB

Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðherra Grikklands.
Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðherra Grikklands. EPA

Nýr fjármálaráðherra Grikklands, Yanis Varoufakis, neitar að funda með fulltrúum Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópska seðlabankans um skilmála fjárhagsaðstoðar lánardrottna landsins.

Eftir fund með leiðtogum Evruhópsins í dag sagði Varoufakis að vilji grísku ríkisstjórnarinnar stæði til að semja á ný við lánardrottna og fá hluta af skuldum ríkisins felldan niður. Hins vegar vildi ríkisstjórnin ekki semja beint við endurskoðendanefnd stofnananna fyrrgreindu.

Jeroen Dijsselbloem, leiðtogi Evruhópsins, sagði eftir fundinn að Grikkir ættu að halda sig við núverandi áætlun, en ekki hundsa skilmálana. Afleiðingarnar yrðu annars afdrífaríkar.

Al­ex­is Tsipras, nýr for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, hefur heitið því að Grikk­ir muni standa við allar sín­ar fjár­hags­legu skuld­bind­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert