„Menningarlegt Chernobyl-slys“

Slökkviliðsmenn reyna að kljást við eldinn sem er talinn hafa …
Slökkviliðsmenn reyna að kljást við eldinn sem er talinn hafa brennt milljónir skjala félagsvísindastofnunarinnar. EPA

Rúmlega milljón skjala eru talin hafa skemmst í eldi sem kom upp í rússnesku bókasafni í gær. Er eldinum lýst sem menningarlegu Chernobyl-slysi, þar sem vísað er til kjarnorkuslyssins í Chernobyl í Úkraínu árið 1986.

Eldurinn hófst í gærkvöld og er ekki enn að fullu slokknaður eftir að hafa farið um tvö þúsund fermetra Félagsvísindastofnunar Rússlands. Stofnunin var sett á laggirnar árið 1918 og hefur að geyma rúmlega 10 milljón skjala, sum þeirra frá 16. öld.

„Þetta er mikið áfall fyrir vísindin. Safnið er það stærsta sinnar tegundar í heiminum á eiginlega bara sinn líka í bókasafni Bandaríkjaþings,“ segir Vladimir Fortov, forseti Vísindaakademíu Rússlands, í samtali við rússneskar fréttastofur.

„Mörg skjalanna eru einstök og allar félagsvísindadeildir notast við safnið. Það sem gerðist hér minnir helst á Chernobyl-slysið,“ segir Fortov.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert