Merkel útilokar skuldalækkun fyrir Grikki

Sigmar Gabriel, efnahagsmálaráðherra Þýskalands og Angela Merkel kanslari.
Sigmar Gabriel, efnahagsmálaráðherra Þýskalands og Angela Merkel kanslari. EPA

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að það eigi ekki að lækka skuldir Grikklands. Ummælin, sem eru höfð eftir henni í Hamburger Abendblatt, eru frekar til þess að auka á spennu milli nýrra valdhafa í Grikklandi og alþjóðlegra lánardrottna.

„Einkaaðilar hafa þegar af fúsum og frjálsum vilja fallið frá hluta krafna sinna á Grikkland,“ er haft eftir Merkel. „Ég sé ekki fyrir mér að það komi til frekari skuldalækkana.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert