Tsjad varpar sprengjum í Nígeríu

Herþotur bera við himin. Mynd úr safni.
Herþotur bera við himin. Mynd úr safni. AFP

Tsjadneskar herþotur hafa í dag varpað sprengjum á nígerísku borgina Gamboru. Eru sprengingarnar liður í árás á hryðjuverkahópinn Boko Haram en samtökin hafa þurft að sæta miklum árásum í gær og í dag.

Ekki er vitað nákvæmlega um skemmdir eða mannfall í kjölfar sprenginganna. Boko Haram hertóku borgina fyrir nokkrum mánuðum til viðbótar við meira svæði í Norður-Nígeríu, en þau freista þess að búa þar til nýtt íslamskt ríki.

Í yfirlýsingu tsjadneska hersins segir að þrír hermenn hafi látist í átökunum undanfarna daga, en að rúmlega hundrað liðsmenn samtakanna hafi verið felldir á sama tíma. Tsjad hefur sent hermenn til Kamerún til aðstoðar í slagnum við íslamistana.

Ör vöxtur Boko Haram hefur haft erfiðleikatíma í för með sér fyrir svæðið en nágrannaríkin Kamerún, Tsjad, Níger og Nígería hafa öll sæst á að vinna saman að því að einangra ógnina sem fylgir samtökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert