Twitter-hermenn í breska hernum

Twitter
Twitter

Breski herinn hefur sett á fót sveit „skapandi“ hermanna, sem eiga að berjast með vægast sagt óhefðbundnum hætti. Sveitin hefur fengið viðurnefnið Twitter-hermennirnir, því hlutverk þeirra er meðal annars að reyna að hafa áhrif á almenningsálitið á átakasvæðum með notkun samfélagsmiðla, eins og segir á vef Sky.

„Sveitin býr yfir öðru en bara hefðbundnum kostum hersveitar,“ segir hershöfðinginn Sir Nicholas Carter, yfirmaður breska hersins. „Sveitin mun hafa það að meginmarkmiði að vera snjallari en óvinurinn.“

Herdeildin mun sækja hermenn sína í allar deildir hersins, þar á meðal varaliðið, og líka í raðir óbreyttrar borgara, sem hafa sérþekkingu á sviðinu.

Frétt Sky

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert