Kamerúnar mótmæla Boko Haram

Hundruð manna tóku þátt í mótmælagöngu í kamerúnsku borginni Douala í dag. Mótmælendur hvöttu stjórnvöld til að bregðast við auknum vexti hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í landinu en þau hafa verið að breiða úr sér að undanförnu.

Boko Haram hafa aðallega starfað í Nígeríu en reynt að færa út kvíarnar til nágrannalandanna, meðal annars Kamerún. Talið er að Boko Haram beri ábyrgð á dauða um 13 þúsund manna, aðallega í Nígeríu. Þá er talið að samtökin hafi hrakið 1,5 milljónir manna frá heimilum sínum.

Ör vöxtur Boko Haram hefur haft erfiðleikatíma í för með sér en nágrannaríkin Kamerún, Tsjad, Níger og Nígería hafa öll sæst á að vinna saman að því að einangra ógnina sem fylgir samtökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert