Jógameistari sakaður um nauðganir

Bikram Choudhury
Bikram Choudhury Af vef Bikram Choudhury

Sex konur hafa sakað jógameistarann Bikram Choudhury sem á sínum tíma kynnti Hot Yoga fyrir Bandaríkjamönnum um kynferðislegt ofbeldi. Ásakanir á hendur Choudhury eru allt frá kynferðislegri áreitni til nauðgunar.  

Samkvæmt frétt Guardian er nýjasta málið gegn Choudhury frá því um miðjan febrúar en sakar kanadísk kona Choudhury um kynferðislegt ofbeldi.

Mál Jill Lawler var þingfest í Los Angeles þann 13. febrúar sl. Samkvæmt gögnum málsins greiddi hún Bikram Choudhury 10 þúsund Bandaríkjadali, rúmlega 1,3 milljónir króna, fyrir níu vikna námskeið í Hot Yoga en hún stefndi á kennslu í slíkum fræðum. 

Jill Lawler segir að hún hafi mætt í sjöunda himni í tíma til meistarans en fljótlega hafi gleðin horfið þar sem henni var gert að nudda meistarann á meðan hann horfði á Bollywood myndir síðla nætur ásamt hundruðum annarra nemenda. Hann hafi síðan beitt hana kynferðislegu ofbeldi í nokkur skipti.

Í málsskjölunum er vísað til ummæla Choudhury: „Hann sagði að hann væri að deyja. Þú verður að bjarga mér. Ef ég stunda ekki kynmök þa dey ég. Þú bjargar lífi mínu þú ert að veita mér aðstoð.“

Choudhury svaraði ekki tölvupósti frá Guardian þar sem hann var beðinn um að svara ásökunum en skóli hans Bikram’s Yoga College of India segir að jógameistarinn hafi aldrei beitt konu kynferðislegu ofbeldi. Ásakanirnar séu rangar og smáni það sem Bikram Yoga stendur fyrir og hefur veitt milljónum manna um allan heim.

Hot Yoga er kennt við jógagúrúinn Bikram Choudhury, er það líka oft nefnt Bikram jóga. Choudhury þróaði heitt jóga á áttunda áratugnum út frá hefðbundinni jógatækni. Hann varð fyrir slysi og var sagt að hann ætti ekki eftir að geta gengið aftur út af slæmum hnémeiðslum en heitt jóga kom honum til bjargar. Hefðbundinn tími er níutíu mínútur að lengd og inniheldur oftast um 26 jógastöður og 2 öndunaræfingar. Heitt jóga stendur ekki undir nafni nema það sé ástundað í upphituðu herbergi, 35°C til 38°C.

Bikram Choudhury er upphafsmaður hot yoga en hann er nú …
Bikram Choudhury er upphafsmaður hot yoga en hann er nú sakaður um kynferðislegt ofbeldi Af vef Bikram Choudhury
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert