Fjöldi unglingsstúlkna til liðs við Ríki íslams

Stúlkurnar þrjár sjást hér á upptöku úr öryggismyndavél á Gatwick-flugvelli …
Stúlkurnar þrjár sjást hér á upptöku úr öryggismyndavél á Gatwick-flugvelli í London á leið til Tyrklands. EPA

Sextíu breskar konur hafa farið til Sýrlands í þeim tilgangi að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams og þar af 18 unglingsstúlkur. Þetta er haft eftir Helen Ball, sem starfar við deild bresku lögreglunnar sem hefur það verkefni með höndum að koma í veg fyrir hryðjuverk, á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Vaxandi vandamál er um að ræða að sögn Balls sem breskir ráðamenn verði að bregðast við. Ummælin koma í kjölfar þess að þrjár breskar unglingsstúlkur fóru til Sýrlands á dögunum í gegnum Tyrkland til þess að ganga í raðir Ríkis íslams.

Stúlkurnar eru á aldrinum 15-16 ára. Talið er að ein þeirra hafi notað vegabréf 17 ára systur sinnar. Þá er ennfremur talið að bresk kona að nafni Aqsa Mahmood, sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin árið 2013, þá 19 ára gömul, hafi tekið þátt í að fá stúlkurnar til þess að gera slíkt hið sama.

Frétt Daily Telegraph

Fréttir mbl.is:

Sjást á tyrkneskum öryggismyndavélum

Notaði vegabréf eldri systur sinnar

Talin hafa tælt stúlkurnar

Grátbiðja stúlkurnar að snúa heim

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert