Gleðin við völd í veislu Mugabes

Robert Muga­be, for­seti Simba­bve, hélt upp á afmælið sitt í gær með veislu sem kostaði ríki hans meira en 130 milljónir íslenskra króna. Veisluhöldin voru mikið gagnrýnd enda lifa íbúar Simba­bve á um 46 krónum á dag að meðaltali. Forsetinn lét gagnrýnina eins og vind um eyru þjóta og fagnaði með stuðningsfólki sínu.

Muga­be varð 91 árs fyrir rúmri viku en ákvað að halda upp á það í gær. Hann hefur stýrt Simbabve frá árinu 1980 og er á meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem hafa verið lengst við völd. Hann lýsti því einu sinni yfir að hann myndi stjórna land­inu þar til hann næði 100 ára aldri. Hann er heilsu­hraust­ur og er því aldrei að vita nema hann nái því mark­miði.

Veisl­an var hald­in á golf­velli ná­lægt Victoria Falls og mættu þúsundir stuðningsmanna Mugabe.

Frétt mbl.is: Öllu tjaldað til í afmæli „Hitlers Afríku“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert