Hlupu sama vegkaflann 25 sinnum

Keppendur við byrjun hlaupsins. Alls tóku nokkur hundruð manns þátt …
Keppendur við byrjun hlaupsins. Alls tóku nokkur hundruð manns þátt í maraþoninu. AFP

Hundruð hlaupara kepptu í fyrsta maraþoninu sem haldið hefur verið í miðborg Hong Kong, þrátt fyrir að skipuleggjendur mótsins hafi fyrirfram lýst því sem frekar leiðinlegu maraþoni.

Maraþonið var svokallað últramaraþon og hlupu keppendur því 50 kílómetra. Sökum plássleysis í miðborginni hlupu þeir hins vegar sama vegkaflann 25 sinnum á meðan maraþoninu stóð, en brautin var aðeins tveir kílómetrar að lengd.

Hlauparinn Nestor Wong vann hlaupið á tímanum 3:24:20 en hann kom hlaupabrautinni til varnar og sagði það hjálpa sér að heyra mannfjöldann hvetja sig áfram.

„Það verður leiðinlegt og mjög erfitt, ef ekki ruglandi, fyrir hlauparana að þurfa að hlaupa 25 hringi á sama veginum aftur og aftur,“ sagði einn skipuleggjenda í samtali við South China Morning Post.

Kwan Kee, formaður samtaka áhugamanna um íþróttir í Hong Kong, og annar skipuleggjendanna, viðurkenndi að brautin væri frekar leiðinleg. Í samtali við fréttaveitu AFP sagðist hann þó vera vongóður um að fá meira svæði undir hlaupabraut að ári liðnu.

Brautin var aðeins tveir kílómetrar að lengd og var gagnrýnd …
Brautin var aðeins tveir kílómetrar að lengd og var gagnrýnd fyrir vikið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert