Vændiskaupandi óskaði eftir lögregluaðstoð

Mynd/Wikipedia

Lögreglan í Rogalandi í Noregi rannsakar nú mann fyrir að hafa reynt að kaupa kynlífsþjónustu. Málið þykir hið undarlegasta þar sem maðurinn óskaði sjálfur eftir aðstoð lögreglu við að endurheimta fé sem hann hafði greitt öðrum einstaklingi fyrir vændi - en enga þjónustu fengið. 

Vændiskaup hafa verið bönnuð í Noregi frá því að ný lög tóku gildi 1. janúar 2009, en maðurinn virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því þegar hann leitaði liðsinnis laganna varða. 

Dagbladet greindi frá þessu eftir að lögreglan hafði gefið út tilkynningu um málið í gegnum Twitter-síðu sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert