Brutust inn í höllina

Château de Fontainebleau
Château de Fontainebleau AFP

Óskammfeilnir þjófar eru á flótta eftir að hafa brotist inn í Fontainebleau-höllina, skammt frá París, aðfaranótt sunnudags. Þjófarnir komust á brott með fimmtán safngripi, þar á meðal kórónu konungs.

Château de Fontainebleau er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna en höllin er á heimsminjaskrá UNESCO.

Það tók lögreglu um sjö mínútur frá því viðvörunarkerfið fór af stað að koma á vettvang en þá voru þjófarnir flúnir af vettvangi með fimmtán verðmæta safngripi. Meðal annars kórónu konungsins af Síam. 

Í viðtali við Le Parisien, sem The Local-vefurinn vísar til, er haft eftir yfirmanni hallarinnar, Jean-François Hébert, að gripirnir séu ómetanlegir. Það sé ekki hægt að verðleggja slíka hluti. Hann heldur að innbrotið hafi verið skipulagt í þaula en brotist var inn í kínversku álmuna þar sem flestir munirnir voru í eigu Eugenie, eiginkonu Napóleons.

Château de Fontainebleau
Château de Fontainebleau AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert